Kristín tímabundið sett sýslumaður í Vestmannaeyjum

Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi, verður tímabundið settur sýslumaður í Vestmannaeyjum frá 1. febrúar til 31. desember næstkomandi.

Yfirstjórn embættisins í Vestmannaeyjum verður þannig færð upp á land.

Lára Huld Guðjónsdóttir, sýslumaður í Vestmannaeyjum, mun hverfa tímabundið til annarra starfa hjá sýslumannaráði. Hún mun, í samstarfi við dómsmálaráðuneytið, hafa með höndum að greina rekstur sýslumannsembættanna með tilliti til aukinnar skilvirkni og hagræðingar ásamt því að greina tækifæri fyrir rafræna þjónustu.

Þessar breytingar eru í samræmi við áform dómsmálaráðherra, sem hún hefur kynnt bæði ríkisstjórn og sýslumönnum, um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins í héraði sem sýslumönnum hefur verið falin.

Fyrri greinBæði lið fengu heimaleik
Næsta greinKyndilmessustund í Húsinu