Kristín tekur sæti í bæjarstjórn

Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss þann 27. ágúst síðastliðinn var tekið fyrir bréf Rakelar Sveinsdóttur, bæjarfulltrúa D-lista, þar sem hún biðst lausnar frá störfum sínum sem bæjarfulltrúi vegna flutnings úr sveitarfélaginu.

Í stað Rakelar tekur sæti í bæjarstjórn fyrsti varamaður D-lista, Kristín Magnúsdóttir. Kristín skipaði 5. sæti D-listans fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Hún er viðskiptafræðingur og starfar sem fjármálastjóri hjá RPC Group plc.

Fyrri greinÞyrla sótti slasaðan göngumann við Gígjökul
Næsta greinSöngur og sagnir á Suðurlandi