Kristín og Elfa ráðnar skólastjórar

Kristín Hreinsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri grunnskólans í Reykholti og Elfa Birkisdóttir skólastjóri samrekins leik- og grunnskóla á Laugarvatni.

Ráðning í skólastjórastöðurnar var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar í vikunni.

Átta sóttu um stöðu skólastjóra í Reykholti og voru tveir þeirra teknir í viðtöl. Þrettán sóttu um skólastjórastöðuna á Laugarvatni og voru þrír umsækjendur teknir í viðtöl. Vinnuhópur lagði síðan til að þær Kristín og Elfa yrðu ráðnar og samþykkti sveitarstjórn það.

Kristín starfaði lengi sem framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands en Elfa er leikskólastjóri á leikskólanum Álfaborg í Reykholti.

Fyrri greinBorgarverk bauð lægst í veg og lagnir
Næsta greinDonna og Summer í Selfoss