Kristín í ársleyfi

Kristín Sigurðardóttir, skólastjóri Flóaskóla, hefur fengið launalaust leyfi frá störfum sínum í eitt skólaár, frá 1. ágúst nk.

„Mér bauðst tækifæri hjá lyfjafyrirtækinu Actavis í Hafnarfirði sem ég gat ekki hafnað, ég mun starfa þar sem deildarstjóri í gæðaeftirlitsdeild,“ sagði Kristín í samtali við sunnlenska.is.

„Það verður vissulega breyting að vera ekki innan skólakerfisins en ég hef starfað við skólastjórnun í tíu ár, þar af átta ár í Flóaskóla. En þetta er spennandi tækifæri, það er alltaf hollt að takast á við ný verkefni og nýjar áskoranir,“ sagði Kristín.

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Flóahrepps var samþykkt að óska eftir aðstoð ráðningarfyrirtækis við ráðningu á skólastjóra í afleysingum.

Fyrri greinSautján Selfyssingar á landsliðsæfingum
Næsta greinEkið á dreng á rafmagnsvespu