Krefjast þess að flutningurinn verði endurskoðaður

Aðalfundur Ungmennafélags Laugdæla (UMFL) harmar þá skammsýnu ákvörðun Háskóla Íslands (HÍ) að færa nám í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur og krefst þess að sú ákvörðun verði endurskoðuð.

Aðalfundurinn var haldinn í Bláskógaskóla á Laugarvatni þann 29. mars síðastliðin.

Í ályktun fundarins segir að samstarf UMFL og HÍ (áður Kennaraháskóla Íslands og Íþróttakennaraskóla Íslands) hafi verið mjög gott í áratugi og báðir aðilar notið góðs af. Nemendur HÍ hafa fengið mikla starfsþjálfun og iðkendur UMFL góða þjálfara.

Ljóst er því að ákvörðun HÍ verður mikið högg fyrir UMFL og starf þess og mun hafa áhrif víða á starfssvæði Héraðssambandsins Skarphéðins.

Fyrri greinÁsta og Unnur Brá á laugardagsfundi
Næsta grein40 milljónir til Landgræðslunnar vegna Skaftárhlaups