Krakkarnir í Sunnó settu Norræna skólahlaupið

Það var mikið líf og fjör í Sunnulækjarskóla á Selfossi í morgun þegar Norræna skólahlaupið 2015 var formlega sett.

Sexhundruð glaðir nemendur í Sunnulækjarskóla tóku þátt í hlaupinu í blíðskapar veðri og allir fengu ískalda mjólk frá MS að hlaupi loknu. Í tilefni af hlaupinu kíkti Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna, í heimsókn í Sunnulækjarskóla í morgun. Hann lék á alls oddi og vakti mikla lukku þar sem hann hvatti hlauparana til dáða.

Norræna skólahlaupið er árlegt verkefni sem grunnskólum á Norðurlöndunum býðst að taka þátt í. Hlaupið var fyrst haldið árið 1984 en markmiðið með því er að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.


Fyrstu hlaupararnir koma í mark. sunnlenska.is/Jóhanna SH


Blossi hitaði vel upp, stóð á höndum og fór í splitt. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Fyrri greinVerðmerkingar víða í ólagi
Næsta greinEllefu HSK met og Óli nífaldur meistari