Krakkarnir í Ölfusinu duglegir að lesa

Ævar Þór Benediktsson rithöfundur, betur þekktur sem Ævar vísindamaður kíkti í heimsókn á bókasafn Ölfuss í síðustu viku.

Hann las úr tveimur bókum, Vélmennaárásinni sem kom út fyrr á þessu ári og Þín eigin hrollvekja sem kemur út seinna á þessu ári.

Það var fjölmennt á bókasafninu og skemmtu allir sér konunglega við að hlusta á Ævar og spjalla við hann.

Ævar hefur staðið fyrir lestrarátaki síðastliðna tvo vetur þar sem krakkar á grunnskólaaldri keppast um að lesa eins margar bækur og mögulegt er og verðlaunin eru að fá að vera persóna í næstu bók Ævars. Næsta lestrarátak hefst eftir áramót og það munu vera upplýsingar um það á bókasafninu þegar nær dregur.

Í sumar var lestrarátak á bókasafni Ölfuss fyrir börn á grunnskólaaldri sem nefnist Sumarlestur. Það voru margir sem tóku þátt og voru veittar viðurkenningar til allra sem tóku þátt og þeirra sem lásu mest í sínum bekk.

Þeir sem lásu mest í sínum bekk voru:

Á leið í 1. bekk – Sigurður Logi Sigurðsson

1. bekkur – Sæunn Jóhanna Þórsdóttir

2. bekkur – Guðmundur Benedikt Garðarsson

3. bekkur – Emil Hrafn Þórsson

4. bekkur – Tara Dís Sigfúsdóttir

5. bekkur – Anna Laufey Gestsdóttir

6. bekkur – Rebekka Matthíasdóttir

7. bekkur – Þrúður Sóley Guðnadóttir

Fyrri greinLést í slysi á Rangárvöllum
Næsta greinUnnið að viðgerð á Sultartangaskurði