Krakkar úr Hvolsskóla ganga yfir Fimmvörðuháls

Ljósmynd/Hvolsskóli

Einn af valáföngum á elsta stigi í Hvolsskóla í vetur er ganga yfir Fimmvörðuháls. Í morgun gekk hópurinn sem valdi þann áfanga af stað upp Skógaheiði.

Alls eru þetta 18 börn í 8.-10. bekk og fylgja þeim fjórir kennarar. Hópurinn verður síðan sóttur inn í Bása í kvöld eftir 25 km göngu yfir Hálsinn.

Myndin var tekin af hópnum þegar hann lagði af stað í morgun kl. 9:30.

Fyrri greinEyrbekkingar gerðu víðreist um Reykjanes
Næsta greinEgill ráðinn framkvæmdastjóri LÍS