Krabbameinsdeild opnuð á HSu

„Þetta er mikið framfaraskref fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands, því lengi hefur verið brýn þörf á svona þjónustu fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra sem fram til þessa hafa þurft að leita til Reykjavíkur eftir þessari þjónustu.“

Þetta segir Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga við HSu, en í byrjun júní verður opnuð göngudeild lyflækninga við stofnunina á Selfossi en þar inni verður m.a. krabbameinsdeild.

Deildin verður staðsett á jarðhæð, inn af bráða- og slysamóttöku, þar sem heilsugæslan var staðsett áður.

„Þangað munu sjúklingar geta leitað sem þurfa á lyfjagjöf að halda, t.d. sjúklingar í krabbameinsmeðferð. Einnig munu sjúklingar geta komið þangað í til að fá blóðgjafir og þarna mun einnig nýrnavél vera staðsett,“ bætir Óskar við.

Fyrri greinEva Björk leiðir D-listann í Skaftárhreppi
Næsta greinTekist á um formannsembættið