Köttur sló út rafmagninu í Þorlákshöfn

Kött­ur olli raf­magns­leysi í Þor­láks­höfn í gær­kvöldi. Raf­magn fór af öll­um bæn­um í klukku­stund klukk­an 21:42.

mbl.is greinir frá þessu.

Stein­unn Þor­steins­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Landsnets, seg­ir kött­inn hafa kom­ist í spenn­inn með þeim af­leiðing­um að raf­magn sló út. „Hann hef­ur kom­ist inn og komið við eitt­hvað sem varð þess vald­andi að raf­magni sló út. Því miður lifði hann þetta ekki af,“ seg­ir Stein­unn en kveður eng­ar skemmd­ir hafa orðið á kerf­inu við raf­magns­leysið.

Frétt mbl.is

Fyrri greinVélsleðaslys að Fjallabaki
Næsta greinBláberjagleði (raw og vegan)