Kötlusetrið fékk bingóágóða

Fyrr í vikunni komu þrjár konur úr stjórn Menningarfélagsins um Brydebúð færandi hendi í Kötlusetrið í Vík með peningagjöf.

Þarna voru á ferðinni þær Guðrún Sigurðardóttir, Kolbrún Matthíasdóttir og Æsa Gísladóttir sem afhentu Kötlusetri 270.000 krónur sem söfnuðuðust á bingói sem Menningarfélagið hélt á Regnbogahátíðinni.

Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, tók við peningagjöfinni og sagði að hún eigi án efa eftir að koma sér vel fyrir setrið.