Kótelettunni frestað um mánuð

Guðni Ágústsson og Óli Öder grilla kótelettur. Ljósmynd/Kótelettan

Fjölskyldu- og tónlistarhátíðin Kótelettan verður haldin á Selfossi í ellefta skipti nú í sumar. Hátíðin átti að fara fram dagana 11.-13. júní næstkomandi en í ljósi gildandi sóttvarnalaga mun ekki vera hægt að halda hátíðina á tilsettum tíma.

Þess í stað hefur verið ákveðið að færa hana aftur um mánuð, það er að segja til 9.-11. júlí, þegar öllum takmörkunum innanlands hefur verið aflétt eins og varfærin áætlun stjórnvalda hefur kveðið á um.

Að sögn skipuleggjenda hátíðarinnar er mikil eftirvænting er í samfélaginu og það stefnir í frábæra hátíð í sumar. Miðasala á tónlistarhátíðina mun hefjast í byrjun júní.

Fyrri greinÞrír Selfyssingar í U19 landsliðinu
Næsta greinArctic Rafting snýr aftur