Kostnaðurinn 100 milljónir síðasta hálfa árið

Heildarkostnaður vegna byggingar nýs skólahúsnæðis á Stokkseyri er kominn í 806 milljónir króna en upphaflegur kostnaður var áætlaður 477 milljónir króna.

Athygli vekur að kostnaður við frágang skólans frá maí í fyrra til loka árs nemur meira en hundrað milljónum króna, þar af hefur verkfræðistofunni Verkís verið greiddar tæpar 23 milljónir króna vegna eftirlits og byggingarstjórnar, ofan á 13 milljónir sem þeim hafði áður verið greitt á meðan Tindaborgir höfðu verkið á sinni könnu.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinGöturnar í Brautarholti nefndar
Næsta greinMatthías enn ófundinn