Kostnaður komin í 8,2 milljónir

„Ekki er vitað hve margar blaðsíður bókin verður, en það ætti að koma í ljós þegar umbroti hefur verið lokið. Sagnaritun hófst árið 2001 og er ekki búið að ákveða hvenær bókin kemur út,“ segir Barbara Guðnadóttir, menningarfulltrúi Ölfuss.

Búið er að skrifa handrit að Sögu Þorlákshafnar sem nær frá 1950 til 1990. Unnið er að söfnun myndefnis, gerð myndatexta og yfirlestur handrits. Björn Pálsson í Hveragerði skrifaði handritið.

Kostnaður við bókina frá árunum 2001 til 2012 er um 6,7 milljónir króna en nýlega samþykkti bæjarstjórn 1,5 milljón króna í aukafjárveitingu vegna umbrots og hönnunar handrits bókarinnar þannig að heildarkostnaðurinn í dag er um 8,2 milljónir króna.

Fyrri greinGrýlupottahlaup 3/2014 – Úrslit
Næsta greinBúið að selja Ræktó