Kostnaður tæplega 50% fram úr áætlun

Heildarkostnaður við nýja skólabyggingu á Stokks­eyri er talinn nema um 700 milljónum króna sem er langt umfram þær áætlanir sem lagt var af stað með í upphafi.

Verksamningur við Tindaborgir hljóðaði upp á rúmar 477 milljónir króna og var samningsfjárhæðin bundin byggingarvísitölu. Við gjaldþrot Tindaborga fyrr á þessu ári greiddi tryggingafélag verktaka sveitarfélaginu út verktryggingu að fjárhæð 47,7 milljónir króna. Endanlegur byggingarkostnaður mun liggja fyrir á næstu vikum en heimildir Sunnlenska herma að hann verði öðru hvoru megin við 700 milljónir króna.

Skólinn var vígður á þriðjudaginn en tæplega árs töf varð á bygg­ingu hans. Að sögn Eyþórs Arnalds, forseta bæjarstjórnar Árborgar, er nauðsynlegt að rannsaka hvað fór úrskeiðis við byggingu skólans og átti hann von á að tillaga þar að lút­andi yrði fljótlega lögð fyrir bæjarstjórn.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT