Kostnaður nálgast 50 milljónir

Rangárþing eystra hefur lagt út fyrir gríðarmiklum kostnaði vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og nemur hann nú tæpum fimmtíu milljónum króna.

Hefur hreppurinn endurheimt um tuttugu milljónir sem greitt er af sjóðum ríkisins eins og Viðlagasjóði.

Að sögn Ísólfs Gylfa Pálmasonar sveitarstjóra er ætlað að hreppnum verði endurgreiddur nánast allur útlagður kostnaður sem hefur orðið af völdum gossins, en um margvíslegan kostnað er að ræða, svo sem vegna björgunar- og hreinsunarstarfa í upphafi goss og til aðstoðar vegna áhrifa öskufjúks á bújarðir og búfénað.

Fyrri greinStefnir í annað metár
Næsta greinTómas Ellert: Fjárhagsáætlanir og rekstrarniðurstöður Sveitarfélagsins Árborgar