Kostnaður lækkar um tvo milljarða

Eftir hagræðingu í rekstri hefur kostnaður MS lækkað um tvo milljarða frá því fyrir sex árum.

Þetta kom fram á fundi Félagsráðs Félags kúabænda á Suðurlandi í Björkinni á Hvolsvelli í síðustu viku.

Á fundinn komu þeir Egill Sigurðsson og Einar Sigurðsson hjá MS og ræddu málefni MS og Auðhumlu. Egill gat m.a. um að rekstur fyrirtækjanna væri réttu megin við núllið og salan gengi allvel. Það bíður ákvörðunar ráðherra greiðslumark næsta árs. Ljóst að það næst betri nýting á innvegna mjólk ár frá ári.

Einar gat um þær breytingar sem hafa orðið í mjólkuriðnaðinum og fór yfir þær breytingar sem hafa orðið vinnsluþættinum gagnvart einstökum samlögum síðustu tíu ár. Búið væri að fækka vinnslustöðvum og einfalda vinnslu á hverjum stað.

Hagræðing síðustu ára hefur skilað sér vel. Kostnaður MS er um tveimur milljörðum minni í dag en hann var fyrir sex árum. Þetta hefur birst bæði í lægra vöruverði á markaðnum og eins hitt að ná að halda uppi afurðaverði til bænda. Hins vegar bíður töluverð fjárfesting, bæði á Selfossi og á Akureyri.