Kosningunni lýkur í kvöld

Kosningu um Sunnlending ársins á sunnlenska.is lýkur í kvöld, mánudagskvöld kl. 23:59. Metfjöldi atkvæða hefur þegar borist í kosningunni.

Nú þegar hafa þrjátíu og þrír Sunnlendingar fengið atkvæði en kosningin er jöfn og spennandi.

Valið á Sunnlendingi ársins 2014 verður tilkynnt í áramótaþætti Suðurland FM á gamlársdag.

Smelltu HÉR til þess að kjósa!