Kosning vígslubiskups ógilt

Kjör­stjórn þjóðkirkj­unn­ar hef­ur ákveðið að ógilda kosn­ingu vígslu­bisk­ups í Skál­holtsum­dæmi og einnig til­nefn­ing­ar til vígslu­bisk­ups­kjörs sem áður höfðu farið fram.

Í bók­un kjör­stjórn­ar­inn­ar sem lögð var fyr­ir kirkjuráð í gær kem­ur fram að þetta sé óhjá­kvæmi­legt svo unnt sé að semja nýja kjör­skrá og gefa sókn­um tæki­færi til að bæta úr ann­mörk­um á vali kjör­manna. Kirkjuráð samþykkti jafn­framt til­lögu kjör­stjórn­ar um að ný til­nefn­ing hefj­ist 2. fe­brú­ar og kosn­ing 9. mars.

Kosn­ing nýs vígslu­bisk­ups í Skál­holtsum­dæmi var að kom­ast á loka­stig fyrr í vet­ur þegar kjör­stjórn þjóðkirkj­unn­ar ákvað að fresta síðasta hluta ferl­is­ins. Kom í ljós í umræðum í kjöl­far vals á presti við Dóm­kirkj­una í Reykja­vík að ekki var rétt staðið að vali kjör­manna, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Frétt Morgunblaðsins

Fyrri greinSelfoss gaf eftir í seinni hálfleik
Næsta greinSíðasta upplestrarkvöldið í Bókakaffinu