Kosning vígslubiskups kærð

Kosning vígslubiskups í Skálholti hefur verið kærð þar sem tvö atkvæði sem póstlögð voru eftir að skilafresti lauk voru talin.

Lögmaður sr. Agnesar M. Sigurðardóttir lagði fram kæruna vegna þess að við talningu atkvæða voru tekin til greina tvö atkvæði sem póstlögð voru þann 11. apríl en skilafresti kjörstjórnar lauk þann 8. apríl.

Kæran var tekin fyrir á fundi kjörstjórnar í morgun og vísað til yfirkjörstjórnar sem hefur viku til að úrskurða um kæruna.

Á kjörskrá voru 151 maður og kjörsókn var 98,6%. Atkvæði féllu þannig:

Sigrún Óskarsdóttir 40 atkvæði
Jón Dalbú Hróbjartsson 35 atkvæði
Agnes M. Sigurðardóttir 34 atkvæði
Kristján Valur Ingólfsson 27 atkvæði
Karl V. Matthíasson 12 atkvæði.

Einn seðill var auður.

Þar eð enginn frambjóðandi fékk meirihluta greiddra atkvæða var ákveðið, samkvæmt reglum, að kjósa í síðari umferð á milli þeirra Sigrúnar Óskarsdóttur og Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Aðeins munaði einu atkvæði á því fylgi sem sr. Jón Dalbú og sr. Agnes fengu í fyrri umferð.

Fyrri greinÓkeypis á klósettið um páskana
Næsta greinTónleikar í Skálholti í kvöld