Kosning hafin á Sunnlendingi ársins

Kosning er hafin á Sunnlendingi ársins 2013. Árið er senn á enda og á síðustu mánuðum hafa margir Sunnlendingar unnið stór og smá afrek sem vöktu athygli og aðdáun.

Kosningunni lýkur á jóladag en úrslitin verða birt á sunnlenska.is á milli jóla og nýárs. Einnig er hægt að senda tilnefningar á netfangið sunnlenska@sunnlenska.is eða koma við á skrifstofu blaðsins á Austurvegi 22 á Selfossi.

Smellið HÉR til þess að kjósa.

Fyrri Sunnlendingar ársins:

2012 Jóhanna Bríet Helgadóttir, móðir á Selfossi Valin af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2011 Olga Bjarnadóttir, fimleikaþjálfari og kennari á Selfossi Valin af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2010 Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2009 Ekki valinn
2008 Jón Eiríksson, bóndi og fræðimaður í Vorsabæ Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins
2007 Ekki valinn
2006 Ekki valinn
2005 Gunnar Egilsson, Suðurpólfari á Selfossi Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sudurland.is

Fyrri greinSjö sveitarfélög í samstarf um skóla- og velferðarþjónustu
Næsta greinRúmar sex milljónir á Suðurland