Kosning hafin á Sunnlendingi ársins 2020

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kosning er hafin á Sunnlendingi ársins 2020. Þetta undarlega ár er senn á enda og þrátt fyrir samfélagslega erfiðleika á síðustu mánuðum hafa margir Sunnlendingar unnið stór og smá afrek sem vakið hafa athygli og aðdáun.

Í fyrra var það karlalið Selfoss í handbolta sem voru valdir Sunnlendingar ársins en liðið tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil vorið 2019.

Kosningunni lýkur kl. 16, þriðjudaginn 29. desember.

KOSNINGUNNI ER LOKIÐ – TAKK KÆRLEGA FYRIR ÞÁTTTÖKUNA

Fyrri Sunnlendingar ársins:
2019 Karlalið Selfoss í handbolta Valdir af lesendum sunnlenska.is
2018 Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu Valdir af lesendum sunnlenska.is
2017 Sigríður Sæland, íþróttakennari á Selfossi Valin af lesendum sunnlenska.is
2016 Jón Daði Böðvarsson, knattspyrnumaður frá Selfossi Valinn af lesendum sunnlenska.is
2015 Björgvin Karl Guðmundsson, crossfit-kappi frá Stokkseyri Valinn af lesendum sunnlenska.is
2014 Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrnukona á Hellu Valin af lesendum sunnlenska.is
2013 Siggeir Ingólfsson, Staðarhaldari á Eyrarbakka Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2012 Jóhanna Bríet Helgadóttir, móðir á Selfossi Valin af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2011 Olga Bjarnadóttir, fimleikaþjálfari og kennari á Selfossi Valin af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2010 Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2009 Hrönn Arnardóttir og Stefán Pétursson, sjúkraflutningamenn Valin af hlustendum Suðurland FM
2008 Jón Eiríksson, bóndi og fræðimaður í Vorsabæ Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins
2007 Ekki valið
2006 Hannes Kristmundsson í Hveragerði, reisti minningarkrossa við Kögunarhól Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sudurland.is
2005 Gunnar Egilsson, Suðurpólfari á Selfossi Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sudurland.is

Fyrri greinFimmtán í einangrun á Suðurlandi
Næsta greinSS styrkir Selfoss áfram