Kosning hafin á Sunnlendingi ársins 2018

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kosning er hafin á Sunnlendingi ársins 2018. Árið er senn á enda og á síðustu mánuðum hafa margir Sunnlendingar unnið stór og smá afrek sem vakið hafa athygli og aðdáun.

Í fyrra var það Sigríður Sæland, íþróttakennari á Selfossi, en hún bjargaði lífi Ásdísar Styrmisdóttur sem fór í hjartastopp í Sundhöll Selfoss þann 11. október árið 2017.

Kosningunni lýkur kl. 12 á hádegi, fimmtudaginn 27. desember en niðurstaða kosningarinnar verður tilkynnt á sunnlenska.is á þrettándanum, 6. janúar 2019.

KOSNINGUNNI ER LOKIÐ – TAKK FYRIR ÞÁTTTÖKUNA

Fyrri Sunnlendingar ársins:
2017 Sigríður Sæland, íþróttakennari á Selfossi Valin af lesendum sunnlenska.is
2016 Jón Daði Böðvarsson, knattspyrnumaður frá Selfossi Valinn af lesendum sunnlenska.is
2015 Björgvin Karl Guðmundsson, crossfit-kappi frá Stokkseyri Valinn af lesendum sunnlenska.is
2014 Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrnukona á Hellu Valin af lesendum sunnlenska.is
2013 Siggeir Ingólfsson, Staðarhaldari á Eyrarbakka Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2012 Jóhanna Bríet Helgadóttir, móðir á Selfossi Valin af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2011 Olga Bjarnadóttir, fimleikaþjálfari og kennari á Selfossi Valin af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2010 Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2009 Hrönn Arnardóttir og Stefán Pétursson, sjúkraflutningamenn Valin af hlustendum Suðurland FM
2008 Jón Eiríksson, bóndi og fræðimaður í Vorsabæ Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins
2007 Ekki valið
2006 Ekki valið
2005 Gunnar Egilsson, Suðurpólfari á Selfossi Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sudurland.is

Fyrri greinÞrjú íbúðarhús og eitt fyrirtæki verðlaunuð
Næsta greinJólaandinn