Kosning á Sunnlendingi ársins

Senn er á enda viðburðaríkt ár hjá Sunnlendingum. Sunnlenska fréttablaðið og sunnlenska.is standa nú fyrir kosningu á Sunnlendingi ársins.

Suðurland komst í heimsfréttirnar á þessu ári og að auki unnu margir Sunnlendingar stór sem smá afrek sem vöktu athygli og aðdáun.

Eina skilyrðið fyrir tilnefningu er að Sunnlendingur ársins sé búsettur á Suðurlandi.

Tilnefningar skal senda á netfrett@sunnlenska.is og stendur kosningin til 23. desember. Gjarnan má fylgja stuttur rökstuðningur með tilnefningunni um hvað viðkomandi hefur lagt til samfélagsins á árinu.

Úrslitin verða birt í áramótablaði Sunnlenska og á sunnlenska.is á milli jóla og nýárs.