Kosið um sameiningu 25. september

Mýrdalurinn. Ljósmynd/Sveitarfélagið Suðurland

Sveitarstjórnir Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps hafa samþykkt að atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna fari fram laugardaginn 25. september næstkomandi.

Verði sameiningartillagan felld í einu sveitarfélagi hafa sveitarstjórnirnar lýst því yfir að þær muni aftur eiga samráð við íbúana áður en tekin verður ákvörðun um hvort hin sveitarfélögin sameinist.

Í tilkynningu frá sveitarstjórnunum kemur fram að þær telji brýnt að fylgja eftir þeim áherslum sem fram hafa komið á fundum samstarfsnefndar með þingmönnum og ráðherrum. Sérstök áhersla verði lögð á bundið slitlag á héraðs- og tengivegi, en á svæðinu eru rúmlega 1.300 km af héraðs- og tengivegum. Af þeim eru um 500 km malarvegir eða 38%. Um þá vegi ferðast börn og fullorðnir daglega til skóla og vinnu, en auk þess flytja vegirnir ferðamenn að mörgum fallegustu ferðamannastöðum landsins.

Fyrri greinLausaganga hænsna í þéttbýli bönnuð
Næsta greinSmituðum fjölgar lítillega