Á laugardaginn verður nýr verslunarkjarni opnaður við Larsenstræti á Selfossi.
Íbúum á Selfossi gafst kostur á að senda inn tillögur að nafni á húsið, sem hýsa mun verslanirnar Gina Tricot, Emil&Línu, Eymundsson og H-verslun.
Dómnefnd yfirfór tillögurnar og stendur valið nú milli tveggja nafna: Austurgarður og Merkiland. Kosning fer fram á Facebooksíðunni Íbúar á Selfossi.
Verslunarkjarninn verður opnaður formlega klukkan 12:00 á laugardaginn en fimmtán mínútum áður verður nafnið tilkynnt.
Heljarinnar opnunarhátíð verður haldin á laugardag en DJ Dóra Júlía og Skítamórall sjá um tónlistina, auk þess sem Sirkus Íslands og Dansakademían verða með skemmtiatriði. Fyrstu viðskiptavinirnir frá veglega gjafapoka og 20% afsláttur verður af öllum vörum hjá Gina Tricot og Emil&Línu.