Kosið um nýtt nafn í haust

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að stefna á að kosning um nýtt nafn sveitarfélagsins fari fram á hausti komanda.

Á síðasta fundi sveitarstjórnar voru lögð fram gögn um möguleika á rafrænum kosningum um nafn sveitarfélagsins en í kjölfarið var fallið frá frekari hugmyndum um rafræna kosningu.

Sveitarstjóra var falið að gera tímaáætlun um kosningaferlið og skrifa kynningargreinar um málið en kosningin verður kynnt ítarlega í sveitarfélaginu.

Fyrri greinTættu land sveitarfélagsins fyrir minigolfvöll
Næsta greinFesti kaupir Kjarnann