Konur hvattar til að sækja um

Ríkislögreglustjóri hefur auglýst lausar til umsóknar tvær tímabundnar stöður lögreglumanna við embætti lögreglustjórans á Hvolsvelli.

Lögreglumennirnir munu hafa starfsstöð í Vík í Mýrdal en ríkislögreglustjóri setur í stöðurnar frá og með 15. október næstkomandi til og með 14. janúar 2014.

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til þess að sækja um.

Umsóknarfrestur er til 2. október og þurfa umsækjendur að hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins.

Fyrri greinÓlafur fékk Atgeirinn
Næsta grein„Closed“ en ekki „Lokað“