Konur formenn í fjórum félögum

Á aðalfundi Sjálfstæðisfélagsins Óðins og stjórnar fulltrúaráðs Árborgar sem fram fór á dögunum fóru fram formannsskipti þar sem Hjalti Jón Kjartansson formaður Óðins og Ólafur Hafsteinn Jónsson formaður fulltrúaráðs létu af störfum.

Við tóku Kristín Traustadóttir sem formaður Óðins og Brynhildur Jónsdóttir sem formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Árborg.

Við breytinguna verða þau tíðindi að formenn allra sjálfstæðisfélaganna í sveitarfélaginu Árborg eru nú konur.

Fyrir eru formenn í Sjálfstæðisfélaginu á Eyrarbakka, Hildur Edwald og í Sjálfstæðisfélaginu á Stokkseyri, þar sem Þórdís Kristinsdóttir er formaður.

Fyrri greinNýtt gistiheimili í stað kaffihúss
Næsta greinPinninn kitlaður í vetrarblíðunni