Konur fá ekki að fara í sund á þriðjudaginn

Sundhöll Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Konur fá ekki að fara í sund í Sundhöll Selfoss næstkomandi þriðjudag, af öryggisástæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Árborg.

Þriðjudaginn 24. október verður baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði ekki verður hægt að taka á móti konum í Sundhöllinni þar sem engar konur eru á vakt.

Sundhöll Selfoss opnar klukkan 6:30 á þriðjudaginn eins og venjulega en með verulegum takmörkunum. Karlmenn geta komið í sund og stúlkur, sex ára og yngri, geta komið í fylgd með karlmanni 15 ára og eldri.

Kvennaklefar verða lokaðir, sem og útiklefar og mögulega verður skertur opnunartími seinni part dags. Þá verður Sundlaug Stokkseyrar lokuð.

Fyrri greinTina Turner tekur Bonnie Tyler
Næsta greinHrunamenn og Selfoss töpuðu