Konubókastofan einnig tilnefnd

Bæjarráð Árborgar tilnefndi í dag Konubókastofuna á Eyrarbakka til frumkvöðlaviðurkenningar Árborgar, til viðbótar við þá aðila sem áður höfðu verið tilnefndir.

Í síðustu viku tilnefndi bæjarráð Fischersetrið, Fjallkonuna-Sælkerahús, Selfossbíó, Siggeir Ingólfsson og starfsemina á Stað og Tryggvaskála-Restaurant.

Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenningin er veitt en bæjarfulltrúar Árborgar munu kjósa úr tilnefningunum og munu niðurstöður liggja fyrir á bæjarstjórnarfundi í næstu viku.

Fyrri greinKaritas og Sindri valin í U19 ára landslið
Næsta greinMæla ekki með lengri opnunartíma