Konan fundin heil á húfi

Konan sem björgunarsveitir og lögregla hafa leitað að á Fjallabaki um helgina fannst snemma í morgun heilu og höldnu í skála í Hvanngili.

Þar hafði hún leitað skjóls fyrir veðrinu og hvorki náð að senda frá sér skilaboð í gegnum SPOTt eða GSM síma. Ekkert amaði að konunni.

Fyrri greinBrotnar rúður í bílum og á bæjum
Næsta greinUngt barn brenndist á fótum