Kona og þrjú börn í sjálfheldu

Björgunarsveitin Víkverji var kölluð út í dag vegna konu og þriggja barna sem voru í sjálfheldu í Höttu fyrir ofan Vík.

Gott veður er í Mýrdalnum og ekki var talin mikil hætta á ferðum enda brást konan hárrétt við aðstæðum, þ.e. hringdi eftir hjálp og beið róleg eftir aðstoð.

Gönguhópur og tvö fjórhjól voru send á staðinn til að sækja fólkið, ekkert amaði að því en því var orðið kalt.

UPPFÆRT KL. 16:05
Fyrri greinAndri Már semur við Selfoss
Næsta greinSkellur á Nesinu