Kona í sjóinn í Kirkjufjöru

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út laust eftir klukkan 13:00 í dag vegna konu á fimmtugsaldri sem hafði fallið í sjóinn í Kirkjufjöru við Dyrhólaey.

Mikil alda var í fjörunni og erfitt um vik fyrir björgunarsveitafólk. Björgunarskipið Þór var kallað út frá Vestmannaeyjum ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar sem kom frá Reykjavík.

Fyrst var talið að konan væri í sjón­um við Reyn­is­fjöru en það reynd­ist ekki rétt.

Uppfært kl. 14:23: Konan fannst fyrir skömmu vestast í Reynisfjöru, skammt frá þeim stað sem hún féll í sjóinn. Hún er nú á leið með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Ekki er hægt að greina frá líðan konunnar að svo stöddu.