Kona í sjálfheldu í Ingólfsfjalli

Rétt fyrir fjögur í dag voru fjórar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna konu sem er í sjálfheldu í Ingólfsfjalli. Er talið að setja þurfi upp sérstakan búnað til björgunar í fjalllendi þar sem konan er staðsett í brattlendi.

Fyrstu björgunarsveitarmenn voru komnir á vettvang rétt upp úr fjögur ásamt dróna og verið er að vinna að því að staðsetja konuna og undirbúa það að koma henni niður.