Kona í sjálfheldu í hlíðum Ingólfsfjalls

Frá aðgerðum björgunarsveita í hlíðum Ingólfsfjalls í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 14 í dag eftir að tilkynning barst Neyðarlínunni frá konu sem er í sjálfheldu ofarlega í Ingólfsfjalli fyrir ofan bæinn Alviðru.

Lögregla og björgunarsveitafólk er komið í hlíðar fjallsins og eru að vinna sig upp að konunni. Hún er óslösuð en hrasaði af gönguleiðinni og virðist vera á erfiðum stað og treystir sér ekki niður af sjálfsdáðum.

Veður er gott á vettvangi og líklegt er að nota þurfi fjallabjörgunarbúnað til að tryggja öryggi fólks á leiðinni niður.

Fyrri greinVítaspyrna Tokic skildi á milli liðanna
Næsta greinLangþráður sigur Selfyssinga