Komust ekki í útkall vegna anna

Á föstudag datt maður við Öxará á Þingvöllum og hlaut af því höfuðáverka. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór á vettvang sökum anna á Selfossi.

Vegna anna á Selfossi var ekki hægt að sinna þessu verkefni og þurfti að leita til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu til að fara á staðinn.

Meiðsli mannsins munu ekki hafa verið alvarleg.