Komufjöldi á bráðamóttöku hefur aukist um 34%

Blikur eru á lofti í rekstri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem vöxtur í starfseminni og aðsókn að þjónustu vex miklu hraðar en föst fjárframlög til stofnuninnar.

Þetta segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU, í pistli á heimasíðu stofnunarinnar.

„Það er stöðugt verkefni að gæta aðhalds á öllum sviðum og nýta sem best það almannfé sem okkur er falið að ráðstafa til heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi. Hins vegar er ljóst að aðgerða er þörf til að bregðast við auknum verkefnum á bráðamóttöku og sjúkrahúsi á Selfossi,“ segir Herdís.

Því til stuðnings nefnir hún að á bráðamóttökunni á Selfossi hefur komufjöldinn aukist um 34% frá árunum 2014-2016.

„Það er augljóst að rekstarfé á föstum fjárlögum dugar ekki fyrir mönnunarþörf sem fylgir viðlíka aukningu,“ segir Herdís og bætir við að heilbrigðisráðherra og ráðuneyti hans hafi verið gert viðvart um áskoranirnar í rekstri stofnunarinnar.

Fyrri greinGóðæri dregur úr áhuga á sameiningu
Næsta grein„Náum ekki að skapa nægilega góð færi“