Komu villtum göngumanni til byggða

Frá útkallinu í kvöld. Ljósmynd/Landsbjörg

Um klukkan átta í kvöld var björgunarsveitin Víkverji í Mýrdal kölluð út vegna tilkynningar sem barst frá göngumanni í sjálfheldu í fjöllunum suður af Mýrdalsjökli.

Maðurinn hefur verið einn á gangi frá því fyrr í dag í ágætis veðri en hafði lent í sjálfheldu í brattlendi í grennd við upptök Deildarár.

Björgunarsveitarmenn fundu manninn um klukkan hálf tíu. Hann var í ágætu standi, óslasaður en orðið kalt. Björgunarsveitarmenn fylgdu honum niður, gangandi að sexhjólum og komu honum til byggða.

Fyrri greinNemendagarðar
Næsta greinFordæmir ósvífna og óskiljanlega ákvörðun