Komin á sinn níunda Land Cruiser

„Jón er einn af okkar tryggustu viðskiptavinum enda var hann að kaupa af okkur sinn níunda Land Cruiser 150 VX með fullt af aukahlutum.

Ég er á því að þetta sé einn af flottustu leigubílum á landinu, svo maður tali nú ekki um sjálfan bílstjórann sem mætti smóking klæddur til að taka við bílnum,“ segir Haukur Baldvinsson hjá Toyota á Selfossi í samtali við Sunnlenska.

Jón Pálsson í Stúfholtshjáleigu og leigubílstjóri í Rangárvallasýslu fékk nýja bílinn afhentan í síðustu viku. Það var Kristinn Loftsson hjá Toyota sem afhendi honum formlega nýja bílinn um leið og hann þakkaði Jóni fyrir viðskiptin og færði honum blómvönd.

Fyrri greinFSu strandaði í stórleik
Næsta greinSérdeild Suðurlands fékk menntaverðlaunin