Kom akandi undir áhrifum til skýrslugjafar hjá lögreglu

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þrír ökumenn sem lögreglan á Suðurlandi hafði afskipti af í liðinni viku eru grunaðir um að hafa ekið bifreiðum sínum undir áhrifum fíkniefna. Tveir þeirra reyndust einnig sviptir ökurétti vegna fyrri brota en sá þriðji hefur aldrei öðlast ökuréttindi.

Einn þessara einstaklinga kom akandi til skýrslugjafar að lögreglustöð vegna annars máls og vakti ástand hans grunsemdir lögreglumanna um að hann væri ekki í ökuhæfu ástandi.

Þrír aðrir ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur bifreiða sinna. Einn þeirra ók bifreið sinni ítrekað útaf vegi og inná aftur á Suðurlandsvegi í Rangárvallasýslu án þess þó að valda slysi. Vegfarendur tilkynntu um aksturslag hans.

Fyrri greinJólasveinarnir koma á Selfoss
Næsta greinVegum lokað víða gangi spáin eftir