Kolsvört aska fellur

Töluvert öskufall hefur verið undir Eyjafjöllum síðan í gær og sérstaklega í nótt og í morgun.

„Þetta er kolsvört aska og það rignir ofan í hana þannig að þetta er algjör viðbjóður,“ sagði Sigurður Jónsson á Hvolsvelli en hann var á ferðinni undir Fjöllunum í morgun. Askan sem fellur nú er dekkri en sú sem féll á fyrstu dögum gossins.

Mikil aska hefur nú sest aftur á svæði sem búið var að hreinsa. Öskufallið nú er aðallega á svæðinu frá Núpakoti að Hrútafelli.

Fyrri greinBraut fimm tennur með hnefahöggi
Næsta greinÓgnaði ungum drengjum með hnífi