Kóligerlasmit í vatni í Vestur-Landeyjum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Upp hefur komið grunur um kóligerlasmit í köldu vatni á bæ í Vestur-Landeyjum.

Í tilkynningu frá Rangárþingi eystra segir að við kóligerlasmit sem þetta ætti neysla vatnsins ekki að hafa áhrif á þorra neytenda, en samt ættu sérstaklega viðkvæmir neytendur að nota soðið neysluvatn.

Þetta á við um íbúa tengda við Tunguveitu, bæi í Vestur Landeyjum, hluta Fljótshlíðar og Bakkabæi í Rangárþingi ytra.

Leiðbeiningar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um viðbrögð við því þegar neysluvatn mælist örverumengað má finna hér: Örverumengað neysluvatn.

Ef þurfa þykir að sjóða neysluvatn eru leiðbeiningar um það hér: Þegar sjóða þarf neysluvatn.

Fyrri greinFyrstu Vörðurnar eru allar á Suðurlandi
Næsta grein8.895 umsóknir um 52 lóðir