Köfunarslys í Silfru

Lögregla fékk tikynningu um köfunarslys í Silfru á Þingvöllum nú fyrir stundu. Lögregla og sjúkraflutningamenn eru við störf á vettvangi við afar krefjandi aðstæður sökum veðurhæðar.

Líðan þess slasaða er eftir atvikum.

Lögreglan á Suðurlandi mun ekki gefa upp frekari upplýsingar um slysið að svo stöddu.