„Kofinn nötraði þegar verst lét“

Eldingunni virðist ljósta niður á hlaðinu á Bóli í Biskupstungum á miðri mynd. Myndin er tekin frá Kjaransstöðum og fjær er fjallahringurinn frá Efsta-Dal upp að Brúarárskörðum. Ljósmynd/Steinar Guðmundsson

„Nágranni minn sendi mér þessar myndir og spurði hvort það væri ekki allt í góðu hjá okkur,“ sagði Óskar Ingvi Sigurðsson, stórbóndi á Bóli í Biskupstungum, en Ból er bærinn á myndinni hérna fyrir ofan.

Gríðarlegt þrumuveður var í uppsveitum Árnessýslu í dag.

„Það lék allt á reiðiskjálfi hérna. Kofinn nötraði þegar verst lét og síðan kom mikið skýfall en nú er sólin mætt aftur hjá okkur,“ sagði Óskar Ingvi léttur.

Ljósmynd/Steinar Guðmundsson
Fyrri grein„Þvílík læti“ í uppsveitunum
Næsta greinEnginn heimilismaður smitaður