Kóf og takmarkað skyggni undir kvöld

Það hvessir og snjóar á fjallvegum síðdegis og í kvöld með skilum nýrrar lægðar sem nálgast nú landið, en væg hláka verður á láglendi.

Á Hellisheiði og í Þrengslum verður snjómugga upp úr miðjum degi sem fer vaxandi. Undir kvöld er reiknað með A 15-20 m/s, nokkru kófi og takmörkuðu skyggni.

Svo hlánar á Hellisheiði um eða uppúr miðnætti.

Fyrri greinUmhverfisþing í Bláskógabyggð
Næsta greinSlitlag verður lagað með vorinu