Knappur meirihluti vill sameiningu

Samhliða nýliðnum sveitarstjórnarkosningum fór fram könnun meðal íbúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps um hug til sameiningar við önnur sveitarfélög. Knappur mneirihluti, eða 50,5%, sögðu, „já“ við einhverskonar sameiningu.

Nei sögðu 38,9%.

10,58% skiluðu auðu, 73,4% þeirra sem eru á kjörskrá tóku þátt í kosningunni eða 85,9% þeirra sem kusu til sveitarstjórnar.

Af þeim sem sögðu já voru 47,1% sem vildu sameiningu uppsveita Árnessýslu, 21,4% vildu sameiningu uppsveita og Flóa. 22,9% vildu sameina öll sveitarfélög í Árnessýslu og 1,5% vildu sameina öll sveitarfélög á Suðurlandi.

7,1 % atkvæða voru auð eða ógild.

Fyrri greinGlímt var snarplega og falleg brögð tekin
Næsta greinTveir menningarstyrkir í Flóahreppi