Klúðruðu spyrnu á planinu við Þingborg

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ungir ökumenn sem voru að spyrna á bílastæðinu við Þingborg í Flóahreppi í síðustu viku klúðruðu málunum og lentu bílar þeirra saman, þannig að annar bíllinn valt.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi og þar segir einnig að hvorugur ökumaðurinn hafi slasast en nokkuð tjón varð á bifreiðunum.

Fyrri greinSögulegur sigur HSK/Selfoss
Næsta greinLögreglan á Höfn dugleg með radarinn