Klippt af ótryggðum bílum

Selfosslögreglan fjarlægði skráningarnúmar af fimm bílum í umdæmi sínu í gærkvöldi vegna vangoldinna trygginga.

Númerin tekin af og tilkynning fest á bílana þess efnis að þau væru í vörslu lögreglu.

Lögreglan á Selfossi segir að það eigi ekki að koma nokkrum manni á óvart, sem hefur vanrækt greiðslu trygginga, að númerin væru fjarlægð.