Klippt af fjórum bílum

Lögreglan á Selfossi tók fjögur ökutæki úr umferð í liðinni viku þar sem ábyrgðartrygging þeirra var ekki í gildi.

Við brotinu liggur 30.000 króna sekt auk fyrirhafnar að nálgast skráningarnúmerin á nýjan leik.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Fimm ökumenn voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í síðustu viku. Einn var kærður fyrir ölvunarakstur.